Slökunarpúði fyrir mjóbak
Þessi slökunarpúði getur hjálpað þér að draga úr verkjum í mjóbaki og að venja líkamann á betri líkamsstöðu. Hann hentar mjög vel fyrir þá sem þjást af verkjum í mjóbaki en einnig sem hluti af slökunarútínu fyrir yoga eða aðrar æfingar.
Mikil og endurtekin kyrrseta eykur álag á neðri hluta hryggjarsúlunnar, sem getur leitt til truflunar á eðlilegu flæði blóðs og næringarefna auk þess sem það getur aukið þrýsting á taugar og haft áhrif á hreyfigetu og orku. Púðinn er gerður úr PU-plasti og er passlega harður auk þess sem hann hefur upphleypta punkta, sem örva ákveðna taugaenda til að draga úr sársauka á þessu svæði.
Notkun:
Settu púðann á gólfið og leggstu rólega niður á bakið þannig að púðinn falli að mjóbakinu og myndi á það sveigju. Slakaðu á og dragðu andann djúpt nokkrum sinnum þar til þú finnur að þú hefur náð fullri slökun. Athugaðu að hlusta á líkamann og hætta ef eitthvað er óþægilegt, reyndu að liggja í 10-15 mínútur en annars þú mátt liggja eins lengi og þér þykir þægilegt.
Einnig er hægt að nota púðann á stólbak til að tryggja góða líkamsstöðu í sitjandi stellingu.
Stærð:
23x31x8 cm