Nuddolía - Grapes Glow - 500ml
Þessi olía er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar einstaklega vel sem nuddolía. Hún dreifist vel um líkamann og er þægileg í notkun bæði fyrir nuddara og nuddþega. Hentar einnig vel fyrir almenna húðumhirðu.
Olían inniheldur efni sem hafa nærandi og rakagefandi áhrif á húðina ásamt efnum sem styrkja náttúrulegar varnir hennar og hægja þannig á öldrun.
Grapes Glow nuddolían hefur léttan ilm af vínberjum og hefur endurnærandi og mýkjandi áhrif á húðina. Skilur húðina og vonandi sálina líka eftir glansandi og dansandi inn í daginn.
Magn:
500 ml
Innihald:
Helianthus Annuus Seed Oil, Isopropyl Myristate, Prunus Amygdalus Dulcis Oil, Tocopheryl Acetate, Parfum, Hexyl Cinnamal, Linalool, Hexamethylindanopyran, Linalyl Acetate, Tetramethyl Acetyloctahydronap Hthalenes, Citronellol, Limonene, Citrus Aurantium Peel Oil.