Nuddkerti - Walk in the Woods
Þetta nuddkerti er unnið úr náttúrulegum og lífrænum hráefnum og gefur bæði nuddara og nuddþega þægilega tilfinningu við notkun. Tilvalið fyrir nuddara að bæta vaxkertanuddi inn sem nýrri meðferð en hentar líka fyrir þá sem vilja skapa notalega stund með nákomnum.
Walk in the woods nuddkertið ilmar af sítrónu, bergamot, piparmyntu, sedrusvið og eukalyptus. Þessi einstaka blanda fer með þig í ferðalag um ilmríkan skóg og veitir þér öryggis- og jafnvægistilfinningu.
Notkun:
Kveikt er á kertinu í 10-15 mínútur. Slökkvið á kertinu og látið vaxið kólna niður í passlegt hitastig sem hentar nuddþega og nuddara. Prufaðu hitastigið á vaxinu á eigin skinni í litlu magni fyrst áður en nuddið hefst.
Magn:
200 ml.
Innihald:
Shea Butter, Lemon, Bergamot, Peppermint, Atlas Cedar, Eucalyptus Globulus.