Klakanuddari fyrir andlit
Þessi sniðugi klakanuddari er einfaldur í notkun og regluleg notkun hans getur hjálpað blóðflæði í andliti, minnkað baugu og gert húðina stinnari. Klakaformið er þannig í laginu að kuldameðferðin verður einstök upplifun.
Notkun
Fylltu nuddarann af vatni og komdu fyrir í frystinum og gerðu eitthvað annað í nokkra tíma á meðan vatnið frýs. Taktu úr frysti og bíddu í smá stund eða láttu smá heitt vatn renna á nuddarann til að klakinn losni frá forminu. Nuddaðu andlitið frá miðju andlits og útávið í hringlaga hreyfingum eða eins og þér þykir þægilegast. Hlustaðu á líkamann og taktu pásu á nuddinu ef þér verður of kalt. Klakinn endist í sirka 10 mínútur og athugaðu að þegar klakinn bráðnar þá breytist hann í vatn og þú getur blotnað. Það er gott að byrja bara rólega og nota nuddarann í smá stund á hverjum degi eða eins og þér líður best með.
Level-up
Ef þú vilt krydda þetta aðeins upp þá getur þú notað gúrkuvatn, rósa- eða myntulauf eða sett uppáhalds ilmkjarnaolíuna þína í vatnið áður en þú frystir það.