Heilsukoddi
Þessi einstaki koddi er úr svampdýnu (memory-foam) og hentar bæði ef þú sefur á hliðinni eða bakinu og veitir þér þægilega stuðningstilfinningu. Sérstök lögunin á koddanum tryggir að háls og hryggjarsúla verði ekki undir of miklu álagi og getur gert þér kleift að sökkva dýpra inn í draumheima og náð betri endurheimt.
Heilsukoddinn hentar öllum og einkum þeim sem vilja bæta lífsgæði sín með betri svefni og hjálpa líkamanum að ná betri líkamsstöðu og draga úr verkjum sem orsakast af óheppilegum svefnvenjum. Þá hentar þetta einnig mannfólki sem hrýtur, óléttum konum og þeim sem upplifa doðatilfinningu fram í hendur í svefni.
Áklæðið utan um heilsukoddann er mjúkt og gert úr teygjanlegu efni sem andar vel og hitnar ekki. Það hefur rennilás sem er falinn og auðvelt að fjarlægja það og þvo við 60°C, það er að segja ef þú finnur rennilásinn og ef þú finnur þvottavélina og ef þú kannt á þvottavél. Áklæðið hefur OEKO-TEX Standard 100 vottun, sem snýr að útilokun skaðlegra efna.
Heilsukoddinn berst til þín vakúmpakkaður og það tekur um 48 tíma fyrir hann að ná fullri lögun og stærð.
Stærð:
59x32x10 cm